Orkuveitan fær 30 milljarða lán hjá Fjárfestingarbanka Evrópu

Fjárfestingarbanki Evrópu hefur boðið Orkuveitu Reykjavíkur lánasamning að fjárhæð liðlega 30 milljarðar króna. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar segir það mjög jákvætt og býst við niðurstöðu í vikunni.

 

Orkuveitan fékk lánasamninginn í hendur á föstudag, en upphaflega stóð til að lánið yrði veitt síðastliðinn vetur. Dráttur varð á því vegna efnahagsástandsins, en nú virðist vera að losna um og er gert ráð fyrir enn frekari fjármögnun Orkuveitunnar í framhaldinu frá Þróunarbanka Evrópu. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segist vona að hægt verði að ganga frá samningnum í vikunni, lánakjörin séu betri en staðið hafi til boða um skeið og nú sé verið að yfirfara þau nákvæmlega.(ruv.is)

Þetta eru góðar fréttir og sýna,að nú er að birta til hjá Íslendingum. Sl. vetur fengu Íslendingar hvergi lán og Fjárfestingarbanki Evrópu neitaði að lána Orkuveitunni. Nú eftir að AGS afgreiddi mál Íslands og Ísland skrifaði undir nýtt samkomulag um Icesave virðist hafa losnað um lán til Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband