Mánudagur, 2. nóvember 2009
ESB málið er ekki fallið
Skoðanakannanir leiða í ljós,að fleiri eru andvígir aðild að ESB en áður.Sumir hafa lagt þetta þannig út,að umsókn um aðild að ESB sé dauð. Það megi þess vegna draga hana til baka.Þetta er misskilningur. Afstaðan til ESB hefur alltaf sveiflast mikið í skoðanakönnunum. Og óánægja Íslendinga út í AGS og Breta og Hollendinga vegna Ice save kemur fram í skoðanakönnunum um ESB. En samningaviðræður Íslands við ESB eru ekki byrjaðar. En þegar þær byrja munu Íslendingar fylgjast grannt með viðræðunum og hvernig miðar í þeim. Ef viðræðunar ganga vel mun afstaða Íslendinga til ESB breytast á ný. Ef þær ganga illa verður það öfugt. Ísland mun áreiðanlega reyna að fá hagstæðan aðildarsamning og ef það tekst verður meirihluti landsmanna með aðild. En ef það tekst ekki verður þetta öfugt og þá verður aðild felld og þannig á þetta að vera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.