Mánudagur, 2. nóvember 2009
Vill ekki flytja atvinnuleysistryggingasjóð til ASÍ og SA
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra er ekki hlynntur þeirri hugmynd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um að þau taki við rekstri Atvinnutryggingasjóðs.
Hann vill nýta net verkalýðshreyfingarinnar um allt land og hefur óskað eftir samstarfi við hana um eitt og annað. En tilflutningur á stjórn og ábyrgð atvinnuleysistrygginga í heilu lagi er ekki inn í myndinni eins og er segir Árni. Hann vill ekki búa til tveggja þrepa kerfi í samfélaginu, eitt fyrir þá sem hafa réttindi í verkalýðsfélögum og annað fyrir hina, réttindi allra séu jafnmikilvæg.(ruv.is)
æEg er sammála félagsmálaráðherra í þessu efni.Ég tel,að það eigi ekki að flytja atvinnuleysistryggingasjóð í heilu lagi til samtaka vinnumarkaðarins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.