Mánudagur, 2. nóvember 2009
Óstjórn og glannaskapur Björgólfsfeðga kostar þjóðina 200 milljarða
Línur í Icesave málinu eru nú teknar að skýrast.Ef 90% af eignum Landsbankans innheimtast eins og sérfræðingar telja þá falla 150-200 milljarðar á íslenska ríkið ( þjóðina).Það eru fyrst og fremst vextir en eignir þær,sem innheimtast hjá Landsbankanum, munu duga að mestu eða öllu leyti fyrir höfuðstól Icesave skuldarinnarEnda þótt þetta sé minna en útlit var fyrir um tíma er þetta samt mikið fé,miklir blóðpeningar. Björgólfur Guðmundsson sagði í samtali við sjónvarpið skömmu eftir hrun að ekkert mundi falla á íslensku þjóðina.
Það er ekkert annað en óstjórn á Landsbankanum og glannaskapur þeirra feðga í fjármálum,sem veldur þvi að 150- 200 milljarðar falla á íslensku þjóðina vegna Icesave.Ef þeir hefðu strax ákveðið að Icesave yrði í dótturfyrirtækjum Landsbankans erlendis en ekki í útibúum þá hefði ekkert fallið á íslensku þjóðina,þar eð þá hefði verið um breska banka að ræða í Bretlandi,sem hefðu verið háðir breskum lögum og Bretar hefðu orðið að bæta við til þeirra sem lögðu inn á Icesave,ef innlánstryggingasjóðir hefðu ekki dugað.
Útrásarvíkingar fóru flestir mjög glannalega í útrásinni.Íslensku bankarnir tapa miklu fé á þeim.En það er misjafnt hvað bankarnir tapa miklu og misjafnt hvað útrásarvíkingar skulda mikið í bönkunum.Sumir fóru varlega og tapið er lítið vegna þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.