Mánudagur, 2. nóvember 2009
Vilja þingmenn að stjórnmálamenn hafi puttana í málefnum bankanna?
Bjarni Benediktsson og Lilja Mósesdóttir þingmenn spurðu á alþingi í dag um afskriftir hjá fyrirtækjum í bönkunum.Var að heyra á þingmönnunum að þeir vildu að stjórnmálamenn hefðu afskipti af því hvernig bankarnir meðhöndluðu þessi mál. Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra sagði að stefna stjórnarinnar væri sú að stjórnmálemenn hefðu ekki afaskipti af þessum málum og þess vegna hefði bankasýslan verið stofnað. Hún ætti að annast málefni fyrirtækja ásamt bönkunum.
Það er rétt stefna hjá stjórninni að stjórnmálamenn hafi ekki afskipti af afgreiðslu bankanna á málefnum fyrirtækja. Best er að þessi mál séu í höndum bankanna og bankasýslunnar og að afgreiðsla mála sé a faglegum grundvelli.Það er athyglisvert,að það fara allir af stað þegar rætt er um fyrirtæki Bónusfeðga en enginn áhugi er á öðrum útrásarvíkingum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.