Skuldurum ekki mismunað

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, segir að þreifingar um lausn á skuldastöðunni hafi verið í gangi um nokkurt skeið, nánast frá bankahruni. Nú sé málið á endasprettinum.

Finnur vildi hvorki segja nokkuð um þær hugmyndir sem eru uppi á borðinu né um mögulegar afskriftir.

Finnur segir þjóðina ekki komast í gegn um skuldaskaflinn öðruvísi en að afskrifa skuldir. Málefni 1998, eignahaldsfélags Haga, séu enn til skoðunar og að fyllsta jafnræðis sé gætt í lausnum á skuldavanda fyrirtækja.

Félög Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar eru í hlutfallslegri ábyrgð fyrir tæplega 50 milljarða króna skuld 1998 ehf. við Kaupþing. Þetta kemur fram í lánabókinni sem var lekið á netið seint í sumar. Þar sést að Gaumur ber 82% af ábyrgðinni, ISP ehf. ber tæp 9% og Bague SA ber önnur 9%.

Gaumur fékk samtals 632 milljónir evra að láni hjá Gamla Kaupþingi en sú upphæð nemur rúmum 116 milljörðum króna í dag.

Bankastjórinn leggur áherslu á að skuldurum verði ekki mismunað.(visir.is)

Miklar deilur eru um skuldamál Haga  í blöðum og á alþingi.Mönnum finnst ekki rétt að afskrifa of háar fjárhæðir.En spurningin er hvar á að   draga mörkin? Og hver á að draga mörkin. Ekki er rétt að stjórnmálamenn geri það. Best er að þessi mál séu unnin á fagleguim  grundvelli í bönkunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband