Er krónan okkur til góðs?

AGS telur krónuna hafa hjálpað okkur.Og margir hér innan  lands segja nú,að ´komið sé í ljós,að' krónan sé okkar bjargráð.Það er nokkuð til í því. Gengislækkun krónunnar hefur hjálpað útflutningsgreinum og ferðaiðnaði.En ekki má gleyma því hvað gengislækkunn krónunnar kostar heimilin í landinu. Gengislækkun krónunnar þýðir,að  allar innfluttar vörur hækka.Og þetta hafa heimilin fundið vel. Allar innfluttar matvörur hafa hækkað svo mikið í verði,að það er  varla vinnandi vegur að kaupa þær lengur. Það eru heimilin í landinu sem greiða fyrir hækkandi verð útflutningsatvinnuveganna. Með gengislækkun krónunnar er verið að færa fjármuni frá heimilunum til útflutnings og ferðaiðnaðar. Með þessu á sér stað gífurleg kjaraskerðing og launþegar,almenningur fá litla sem enga launahækkun til þess að vega á móti. Aldraðir og öryrkjar fá enga uppbót til þess að vega á móti verðhækkunum.Þvert á móti er lífeyrir þeirra lækkaður í ofanálag.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband