Ekkert notað af erlendum lánum enn

Seðlabankinn stefnir að því að draga á hluta þeirra lánalína sem nú hafa opnast frá Norðurlöndunum fyrir jól. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hótel í dag.

Hingað til hefur ekkert af því lánsfé sem Íslendingum hefur staðið til boða frá því samningar náðust um Icesave verið notað. Bankastjórinn tiltók ekki um hve háa upphæð verði að ræða en norrænu lánin svokölluðu nema um 1,8 milljörðum evra, eða rúmlega 330 milljörðum íslenskra króna.(visir,is)

Það er athyglisvert að ekkert skuli hafa verið notað af erlendu lánunum enn.Best er að nota ekki meira en þörf er á.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband