Samfylkingin: Ekki verði hvikað frá innköllun veiðiheimilda

Eftirfarandi tillaga frá málefnanefnd  Samfylkingar um sjávarútvegsmál var samþykkt samhljóða á flokkstjórnarfundinum í Reykjanesbæ 21. nóvember.

"Flokksstjórn Samfylkingarinnar hvetur stjórnvöld til að hvika hvergi frá mótaðri stefnu um innköllun veiðiheimilda í núverandi kvótakerfi með fyrningarleið.  Leið Samfylkingarinnar með innköllun veiðiheimilda á 20 árum er sáttaleið, sett fram í þeim tilgangi að koma til móts við þá sem fjárfest hafa í aflaheimildum. Hraðari innköllun eða uppstokkun á aflamarkskerfinu hlýtur jafnframt að koma til skoðunar í þeirri nefnd sem vinnur að endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, sem og sú leið að allar viðbótarveiðiheimildir sem ákveðnar kunna að verða umfram þann heildarafla sem ákveðinn var 1. september s.l. verði boðnar upp á markaði þannig að allir útgerðarmenn hafi jafnan aðgang að veiðiheimildunum fyrir það verð sem fæst fyrir þær og tekjurnar renni í ríkissjóð.

Flokksstjórnin leggur áherslu á að nefnd sú sem nú vinnur að endurskoðun á fiskveiðikerfinu skili niðurstöðu í febrúarmánuði.  Markmið jafnaðarmanna er að nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi byggi á jöfnum rétti landsmanna til nýtingar fiskimiðanna, að eignarhald fiskveiðiauðlindarinnar liggi ótvírætt hjá þjóðinni og að réttlátur arður af veiðunum renni til fólksins í landinu.( heimasíða Samfylkingar)

Ég er ánægður að heyra að  Samfylkingin ætlar ekki að hvika frá fyrningarleiðinni.Flokksstjórnin taldi koma til greina að fyrna á skemmri  tíma en 20 árum.En bendir á,að 20 árin séu sáttaleið.Ég tek undir með flokksstjórninni að ekki kemur til  greina að hvika frá fyrningarleiðinni.

Björgvin Guðmundsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband