Miðvikudagur, 25. nóvember 2009
Ekki má loka öldrunarheimilinu
Íbúasamtök Önundarfjarðar óttast að öldrunarheimilið Sólborg á Flateyri verði lagt niður, í sparnaðarskini. Hafa samtökin ritað bréf til framkvæmdastjórnar Heilbrigðsstofnununar Vestfjarða, þar segir að ef heimilinu yrði lokað hefði það í för með sér miklu víðtækari og alvarlegri áhrif á samfeálgið en menn gerðu sér í hugarlund.
Sjö starfsmnn vinna á heimilinu í tæplega fimm stöðugildum. Segir að íbúar Flateyrar hafi háð varnarbaráttu á undanförnum árum og finni að nú sé mælirinn fullur.
Afrit var sent Ráðherrum félagsmála og heilbrigðismála, bæjarstjórn og alþingismönnum kjördæmisins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um að loka Sólborg en borist hafði orðrómur til eyrna samtakanna um að sú væri raunin. (visir,is)
Þó nokkur samdráttur sé í efnahagsstarfsemi okkar og halli á fjárlögum má ekki loka elliheimilum.Við verðum einhvers staðar að draga mörkin.Við eigum ekki að loka elliheimilum og ekki að skerða lífeyri.
Björgvin Guðmnundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.