Bankinn,sem 1998 ehf. tók lán hjá,fór í þrot

Það hefur gleymst í umræðunni um Haga og 1998 ehf. að Kaupþing,gamli bankinn,sem 1998 ehf. tók lán hjá, fór í þrot,varð í raun gjaldþrota og er nú þrotabú.Þegar innlent lánasafn fyrirtækja var flutt úr gamla Kaupþingi ( þrotabúinu) í Nýja Kaupþing ( Arion banka) var settur verðmiði á lánasafnið og metið hvað mundi fást fyrir  lánasafnið í raun.Það var aðeins brot af nafnverði lánasafnsins.Þannig segir DV,að verðmæti láns 1998 ehf.hafi verið 17 milljarðar en 1998 tók 30 miljarða að láni hjá gamla Kaupþingi.Eitthvað mun sú tala hafa hækkað við gengisbreytingar. En kjarni málsins er sá,að samkvæmt upplýsingum  DV er skuld 1998 ehf. við Arion banka "aðeins"  17 milljarðar en ekki 60 milljarðar eins og Guðmundur Franklin segir í grein í Mbl. í gær.Það má undarlegt heita,ef sá,sem vill kaupa Haga hefur ekki hugmynd um hvað Hagar eða 1998 skulda í Arion banka og veit ekkert hvert verðmæti Haga er. Svo virðist sem  þær tölur sem Guðmundur Franklín og Mbl. hafa verið að birta um skuldir 1998 ehf. og Haga séu hreinar ágiskanir og er helst miðað við tölur úr lánabók  gamla Kaupþings,sem  fór í þrot.Allir vita,að við yfirfærslu lánasafns úr þrotabúi gamla bankans í þann nýja urðu mikil afföll   á  lánasafninu   og þess   vegna þýðir ekkert að miða við gamlar tölur þrotabúsins.

Það er greinilegt,að Guðmundur Franklin og hans menn vita ekkert hvað það kostar að kaupa Haga.Hann og hans menn vita ekkert um skuldir 1998 ehf. eða Haga. Þó á Guðmundur að vera kunnugur fjármálum frá Bandaríkjunum og  þar ekki síður en hér hafa orðið mikil og stór gjaldþrot.Það eina,sem Guðmundur og hans menn vita er það að þeir vilja reyna að hindra það að Jóhannes í Bónus og hans menn haldi fyrirtæki sínu.Ef þeir hafa mikla   fjármuni ættu þeir að stofna nýja smásölukeðju eins og Ólafur í Mjólku leggur til.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lánasöfn heimilanna voru einnig færð úr gamala bankanum í þann nýja með afföllum af lánasafninu.  Eftir sem áður er haldið áfram að innheimta af upphaflegum höfuðstól lánanna, að viðbættri verð- eða gengistryggingu.

Í þessu tilfelli verður að teljast með ólíkindum, að banki láni, í erlendri mynt, í júlímánuði 2008 og meti svo lánið niður um 65% þrem mánuðum síðar, þ.e. að lántakandinn sé nánast orðinn gjaldþrota þrem mánuðum eftir að bankinn lánaði honum slíka risaupphæð.

Menn sem vinna lengi við holræsin, verða undrafljótt samdauna lyktinni, sem upp úr þeim leggur.

Þetta holræri lyktar afar illa.

Axel Jóhann Axelsson, 26.11.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband