Laugardagur, 28. nóvember 2009
Samþykktu,að ekki mætti hvika frá fyrningarleiðinni
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hvatti ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar til að hvika ekki frá þeim áformum um fyrningarleiðina sem sett eru fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Ályktun þessa efnis var samþykkt á almennum fundi um sjávarútvegsmál í félagsheimili Samfylkingarinnar í Kópavogi
Þetta bendir til þess að breið samstaða sé í Samfylkingunni um þá stefnu að fara fyrningarleiðina en samþykkt var einnig á nýafstöðnum flokksstjórnarfundi Samfylkingar að hvika ekki frá fyrningarleiðinni.Ég tek undir samþykkt kjördæmisráðs Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.Ekki má hvika frá fyrningarleiðinni.
Björgviun Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.