Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Ríkisstjórnin hættir við skerðingu fæðingarorlofs
Stjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.
Samkvæmt tillögum sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynnti í ríkisstjórn fyrr í vikunni stóð til lækka hámarksgreiðslur úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund. Til stóð að bæturnar yrðu aldrei hærri en 75% af launum þess sem tæki fæðingarorlof og væri með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar yrði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður.
Áform ríkisstjórnarinnar vöktu afar hörð viðbrögð.(visir.is)
Samkvæmt tillögum sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, kynnti í ríkisstjórn fyrr í vikunni stóð til lækka hámarksgreiðslur úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund. Til stóð að bæturnar yrðu aldrei hærri en 75% af launum þess sem tæki fæðingarorlof og væri með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar yrði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður.
Áform ríkisstjórnarinnar vöktu afar hörð viðbrögð.(visir.is)
Það er athyglisvert, að ríkisstjórnnin skuli hafa fallið frá skerðingu fæðingarorlofs.Svo virðist sem hörð mótmæli við skerðingu fæðingarorlofs hafi haft áhrif.
Það leiðir hugann að því að eldri borgarar ættu að geta náð sama árangri með því að berjast nógu hatrammlega gegn kjaraskerðingu. Eldri borgarar þurfa að herða baráttuna mikið gegn skerðingu á kjörum lífeyrisþega. Krafan er að kjaraskerðingin vertði afturkölluð og að lífeyrisþegar fái sambærilega kauphækkun og launþegar hafa fengið á árinu.
Það leiðir hugann að því að eldri borgarar ættu að geta náð sama árangri með því að berjast nógu hatrammlega gegn kjaraskerðingu. Eldri borgarar þurfa að herða baráttuna mikið gegn skerðingu á kjörum lífeyrisþega. Krafan er að kjaraskerðingin vertði afturkölluð og að lífeyrisþegar fái sambærilega kauphækkun og launþegar hafa fengið á árinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.