Sunnudagur, 29. nóvember 2009
AGS: Verðmæti lánasafnsins 1000 milljarðar.Aðeins þriðjungs verðmæti
Í áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland kemur fram,að lánasafn gömlu bankanna hafi verið 3100 milljarðar kr. en að það hafi við flutning í nýju bankana verið metið á 1000 milljarða.Þetta er aðeins tæplega þriðjungs verðmæti.Í samræmi við þessar tölur má reikna með að skuldir einstakra fyrirtækja við nýju bankana hafi breytst. Skuld 1998 ehf. við Nýja Kaupþing,nú Arion banka er í samræmi við þessar tölur um 17 milljarðar en ekki 50-60 milljarðar.Þetta er ekki afskrift á skuldum einstakra fyrirtækja.Þetta er kalt mat endurskoðenda og AGS á verðmæti lánasafnsins,sem flutt var úr gömlu bönkunum í nýju bankana.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.