Væri ekki ráð að fara að ljúka Icesave umræðunni

Önnur umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna heldur áfram á morgun. Þegar umræðunni var frestað
tíunda tímanum í gærkvöldi voru ellefu þingmenn á mælendaskrá.

Undanfarna daga hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar og stjórnarliðar tekist harkalega á um skipulag þingstarfanna á Alþingi.

Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu. Fyrsta mál á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími. Áður en umræðan um Icesave hefst verða nýir varamenn kjörnir í landsóm annars vegar og nefnd um nefnd um erlenda fjárfestingu hins vegar.(visir.is)

Það er orðið til skammar fyrir þingið hvað það er lengi að afgreiða Icesave málið. Þetta  er önnur umferð um málið í Þinginu.Allar staðreyndir málsins eru fyrir löngu komnar fram.Það er ekkert eftir nema að greiða atkvæði um málið.En stjórnarandstaðan þvælist fyrir og vill ekki leyfa málinu að ganga til atkvæða.Væri nú ekki ráð að hætta þessum leikaraskap og ganga til afgreiðslu á málinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband