Mánudagur, 30. nóvember 2009
Jón Baldvin:Þurfum ekki varanlegar undanþágur í sjávarútvegsmálum
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Íslendingar þurfi ekki varanlegar undanþágur hjá Evrópusambandinu þegar kemur að fiskimiðunum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrði að með inngöngu í sambandið afsali Íslendingar yfirráðum sínum yfir helstum auðlindunum. Jón og Styrmir voru gestir Egils Helgasonar í þætti hans í Ríkissjónvarpsinu fyrr í dag.
Ég tel að ef við göngum í Evrópusambandið þá erum við að afsala þessari þjóð fyrir fullt og allt yfirráðum yfir helstu auðlindum okkar og eignum. Þess vegna er ég á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu," sagði Styrmir.
Jón gaf lífið fyrir þau orð og sagði að þetta væri spurning um framtíðarsýn. Það getur enginn leyft sér að segja upp í opið geðið á mér að aðild að Evrópusambandinu þýði framsal á auðlindum. Ætla menn að halda því fram að Finnar hafi gefið upp skógana sína við það að ganga í Evrópusambandið?"
Ég hefði talið hyggilegra í samningsstöðu að gefa ekkert upp um það hver niðurstaðan verði. Ég er hins vegar efnislega sammála því að við þurfum ekki sérstaka undanþágu," svaraði Jón. Þess í stað þurfi Íslendingar að fá viðurkenningu á því þjóðin sé með sérstök aðskilinn fiskimið.(visir.is)
Ísland mun ekki samþykkja aðild að ESB,ef það þarf að afsala sér auðlindum sínum.Ég er sammála Jóni Baldvin um að við þurfum ekki að afsala okkur yfirráðum yfir sjávarauðlindinni við aðild að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.