Miðvikudagur, 9. desember 2009
Neytendur draga úr neyslu
Stærstur hluti neytenda ætlar að draga mjög mikið úr neyslu í ljósi hærri skatta, samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Félag íslenskra stórkaupmanna.
Fjórir af hverjum fimm ætla að draga úr neyslu sinni á öðru en dagvöru, annað hvort mikið eða nokkuð. Aðeins 4% segjast ekki muni draga úr kaupum á þessum vörum vegna hærri skatta.
Dagvara er samheiti yfir mat, drykk og hreinlætisvörur, og þar ætla líka flestir að spara. 85% ætla að draga úr kaupum sínum, og rúmur helmingur ætlar að draga mikið saman.
Gallup leitaði svara hjá nærri 1200 manns úr viðhorfahópi sínum og tveir þriðju svöruðu. Spurt var um hvernig ætti að fylla upp í fjárlagagatið. Rúmur helmingur vill fara blandaða leið skatta og sparnaðar hjá hinu opinbera, en tæpur Þriðjungur vill bara skera niður, ekki hækka skatta.
Þetta þýðir að skattahækkanir muni ekki skila eins miklu í ríkissjóð og áætlanir gera ráð fyrir, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna.
Í ljós hefur komið að sala á ódýrari vörutegundum hefur aukist mjög síðasta árið, fólk velur nú til að mynda ódýrara kaffi og ódýrari bleijur. Fólk virðist sem sagt þegar hafa dregið seglin töluvert mikið saman, en ætlar þó enn að spara./visir,is)
Það kemur ekki á óvart,að neytendur skuli draga úr neyslu. Kjaraskerðing hefur verið það mikil á árinu,að neytendum er nauðugur einn kostur að draga úr innkaupum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.