Fimmtudagur, 10. desember 2009
Stýrivextir lækkaðir í 10%
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur lækkað stýrivexti um eitt prósentustig - úr 11% í 10%. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka úr um hálft prósentustig í 8,5%. Seðlabankinn mun áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75% hámarksvöxtum, en í því felst 0,5 prósentustiga lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, fagnar ákvörðuninni og segir þetta jákvæða þróun. ,,Okkar samkomulag við stjórnvöld hefur haft það sem mikilvægt verkefni að vextir fari hér hratt niður. Við getum deilt um hraðann í því, en það er auðvitað fagnaðarefni þegar seðlabankinn heldur áfram í þessari þróun," segir Gylfi. (ruv.is)
Það er fagnaðarefni,að stýrivextir skuli hafa verið lækkaðir um 1 prósentustig.Lækkun vaxta er alger forsenda fyrir endurreisn atvinnulífsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.