Fimmtudagur, 10. desember 2009
10 samningahópar vegna viðræðna við ESB skipaðir
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur skipað samningahópana tíu sem starfa munu með samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í hópunum eiga sæti fulltrúar ráðuneyta og stofnana, hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins. Gert er ráð fyrir að hóparnir komi saman á næstu dögum og vikum.
Hlutverk samningahópanna er að annast undirbúning aðildarviðræðna við ESB á einstökum samningsviðum en hóparnir verða samninganefnd og aðalsamningamanni til ráðgjafar. Í því felst einkum greining regluverks ESB af Íslands hálfu og síðar með framkvæmdastjórn ESB, undirbúningur tillagna um samningsafstöðu Íslands, og nánari mótun hennar eftir því sem viðræðunum vindur fram.
Hóparnir tíu fjalla um:
Byggða- og sveitarstjórnarmál
EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl.
EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl.
Fjárhagsmálefni
Dóms- og innanríkismál
Lagaleg málefni
Landbúnaðarmál
Myntbandalag
Sjávarútvegsmál
Utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál
(heimasíða Samfylkingar)
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætlar ekki að láta standa upp á sig þegar samningaviðræður við ESB hefjast.Hann hefur alla samningahópa tilbúna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.