Ríkisstjórnin brýtur mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna

Í Mannréttindayfirlýsingu Sþ,.sem Ísland er aðili að, eru mörg ákvæði um félagsleg réttindi og rétt eldri borgara.Þessa yfirlýsingu hefur ríkisstjórnin brotið með skerðingu á kjörum aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. Þá er lagt bann við því í mannréttindasáttmálum að  félagsleg réttindi ( kjör aldraðra og öryrkja) séu færð til baka eins og gert var 1.júlí sl.

Í Mannréttindayfirlýsingu Sþ. segir,að allir eigi rétt á félagslegu öryggi,allir eigi rétt á  lifskjörum,sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan,þar með talið fæði,klæði,húsnæði og læknishjálp.Þá segir,að allir eigi rétt á öryggi vegna atvinnuleysis,veikinda,elli eða annars.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband