Fimmtudagur, 10. desember 2009
155% verðmunur á dömuklippingum
Mikill verðmunur er jólaklippingunni og er dýrasta klippingin meira en tvöfalt dýrari en sú ódýrasta og munar þar 4500 krónum. Þetta er niðurstaða könnunar sem fréttastofa gerði á verði á klippingu á hárgreiðslustofum borgarinnar.
Fréttastofa kannaði verð á dömu og herraklippingu hjá 40 hárgreiðslustofum í Reykjavík. Ekki var lagt mat á gæði þjónustunnar heldur aðeins beðið um verð. Ódýrust var herraklippingin hjá Hárgreiðslustofunni Bólstaðarhlíð þar sem hún kostaði 2.750 krónur en litlu dýrari var klippingin hjá hárgreiðslustofunum Dívu, Evítu og Hárhorninu þar sem hún kostaði 2.900 krónur. Mest kostaði herraklippingin 5.400 krónur og er verðmunurinn á hæsta og lægsta verði 2.650 krónur eða 96%
Dömuklipping var ódýrust hjá Evítu og Hárhorninu þar sem hún kostaði 2.900 krónur og næstódýrust hjá hárgreiðslustofunni Bólstaðarhlíð þar sem hún kostaði 3.150 krónur. Mest kostaði dömuklipping 7.400 krónur eða 4.500 krónum meira en þar sem hún var ódýrust og verðmunurinn því 155%.
En verðið segir ekki alla söguna. Hjá sumum stofum er eitt og annað innifalið í verðinu eins og hárþvottur, kaffi og nudd og því vel þess virði að kanna verð og þjónustu áður en haldið er af stað í jólaklippinguna.
(ruv.is)
Þetta er misnotkun á frjálsræði í verðlagningu.Sumir háskerar og sumar hárgreiðslustofur kunna ekki með frelsið að fara.Þær hækka og hækka verðlagið og kunna sér ekki hóf
.Slíkt háttalag getur orðið til þess að frelsið glatist.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.