Jóhanna kona ársins

Tímaritið Nýtt líf útnefndi konu ársins í nítjánda sinn í dag. Í tilkynningu frá tímaritinu segir að sem fyrr hafi nokkrar konur skorað hátt þegar kom að valinu í ár. Í fyrsta skiptið hefur sama konan hlotið þennan titil tvisvar, Jóhanna Sigurðardóttir.

Enda hafi nokkrar konur innt mikið og verðugt starf af hendi á því ári sem nú fer senn að ljúka. Ritstjórnin þurfti þó ekki að sitja lengi á rökstólum að þessu sinni og komst að einróma niðurstöðu:

"Kona ársins 2009 henti sér út í djúpu laugina þó að hún vissi að hún væri að leggja af stað í erfiðasta og óvinsælasta verkefni sem hún hefði nokkrun tímann tekið sér fyrir hendur. Frá upphafi lýðveldisstofnunarinnar hefur sennilega enginn stjórnmálamaður staðið frammi fyrir jafnögrandi verkefni og hún gerir nú.
Hún er einnig fyrst kvenna til þess að verða tvisvar valin kona ársins af Nýju Lífi, fyrst árið 1993. Við það tækifæri var hún spurð að því hvort hún sæi það fyrir sér að kona yrði forsætisráðherra á næstunni og hún var efins. „Og þó, það er séns," sagði hún líka.
En aldrei datt henni í hug að það yrði hún sjálf sem myndi, sextán árum síðar, verða fyrst kvenna til þess að setjast í stól forsætisráðherra. Og þrátt fyrir að hún segi sjálf að hún verði varla kjörin maki, mamma eða amma ársins og eigi sér varla einkalíf um þessar mundir sér hún ekki eftir þessari ákvörðun sinni. Hún hefur ekki tekið sér frí frá því að hún tók við embættinu og komin á sjötugsaldur ætlar hún að sýna það í verki að kona geti axlað þá ábyrgð sem starfinu fylgir. Enda var hún spurð að því um daginn þegar lítil stúlka heimsótti Stjórnarráðið hvort að maður yrði að vera kona til þess að verða forsætisráðherra. Óháð allri pólitík er kona ársins 2009 fyrirmynd kvenna sem vilja láta til sín taka. "(ruv.is)

Jóhanna Sigurðardóttir er vel að þessum titli kominn. Hún hefur staðið sig eins og hetja sem forsætisráðherra á  erfiðasta tímabili  lýðveldisins.

 

Björgvin Gu ðmundsson

 

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband