Föstudagur, 11. desember 2009
Eign lífeyrissjóða 1244 milljarðar.Jókst um 9,6 milljarða í okt.
Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.744 milljarða kr. í lok október sl. og hækkaði um 9,6 milljarða kr. í mánuðinum.
Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sé miðað við október 2008 hefur hrein eign hins vegar hækkað um 190,5 milljarða kr. eða 12,3 %. Sú hækkun skýrist af stærstum hluta af þeim miklu sviptingum sem áttu sér stað á íslenskum fjármálamörkuðum í október 2008.
Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.(visir.is)
Lífeyrissjóðirnir eru okkar sterkasta eign,þeir geta látið mikið meira í atvinnuuppbyggingu en 30 milljarða. Ég tel,að þeir ættu að láta a.m.k. 100 milljarða.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.