Laugardagur, 12. desember 2009
Tony Blair: Gereyðingarvopn skiptu engu máli!
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að það hefði verið réttlætanlegt að steypa ríkisstjórn Saddams Husseins af stóli jafnvel þó að engar vísbendingar hefðu verið um að Írakar byggju yfir gjöreyðingavopnum.
Breska ríkisútvarpið tók viðtal við Blair í gærkvöld.
Blair sagðist hafa skynjað að Hussein ógnaði öryggi nágrannaríkja sinna og það hafi verið ástæða þess að hann studdi innrásina í Írak. Blair sagði að ef Írakar hefðu ekki verið sakaðir um að framleiða gjöreyðingavopn hefði einfaldlega þurft að finna einhverja aðra ástæðu til þess að ráðast á landið.
Blair sagðist skilja andstæðinga stríðsins vel þar sem góð ástæða hafi verið til að efast um málflutning þeirra sem hvöttu til innrásarinnar. Þegar upp væri staðið sagðist Blair þó telja að hann hafi tekið rétta ákvörðun þar sem Írakar og nágrannar þeirra væru mun verr settir í dag ef Saddam Hussein og synir hans væru enn við völd. Menzies Campbell, fyrrverandi leiðtogi frjálslyndra demókrata og ötull andstæðingur innrásarinnar í Írak, segir að ef Blair hefði verið jafn hreinskilinn við breska þingið á sínum tíma og hann var í viðtalinu í gærkvöld hefði ríkisstjórnin sprungið og Bretar aldrei tekið þátt í innrásinni.
Carol Turner, sem fer fyrir samtökum hernaðarandstæðinga, segir Blair sýna ótrúlegan hroka. Allt of seint sé að segja sannleikann nú nokkrum árum eftir að þjóðin og þingið hafi verið blekkt með vítaverðum hætti.
(ruv.is) Þetta er furðuleg yfirlýsing hjá Blair.Með henni er hann að segja,að það sé réttlætanlegt að steypa hverjum þeim þjóðarleiðtoga af stóli sem ógni öryggi nágrannaríkja.Það þyrfti þá að steypa nokkuð mörgum slíkum.Jafnframt segir Blair,að röksemd Bandaríkjnna og Bretlands um að gera þyrfti innrás til þess að uppræta gereyðingarvopn hafi verið blekking.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.