Laugardagur, 12. desember 2009
Saka Sjálfstæðisflokkinn um blekkingar í skattamálum
Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og VG segja að Sjálfstæðisflokkurinn beiti blekkingum og vafasamri framsetningu í umfjöllun sinni um breytingar á skattkerfinu.
Á fimmtudaginn voru birtar auglýsingar í dagblöðum þar sem tekin eru dæmi um áhrif skattahækkananna á einstaklinga og fjölskyldur og bent á leið sem Sjálfstæðisflokkurinn telur skynsamlegri til að bregðast við fjárþörf ríkissjóðs. Samdægurs kynnti flokkurinn reiknivél sem sýni hvaða áhrif skattkerfisbreytingarnar hafa á hvern einstakling fyrir sig.
Þeir Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, hafa nú sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna þessa. Þeir segja að í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins sé ekki verið að bera tillögur ríkisstjórnarinnar saman við neinn raunveruleika eða raunverulega valkosti.
Björgvin og Árni Þór segja að Sjálfstæðisflokkurinn haldi að lesandanum þeirri tálsýn að óbreyttar skattareglur og áður fyrirhugaðar breytingar séu eitthvað sem raunhæft sé eftir að hann sigldi þjóðarbúinu í þrot og braut niður tekjuöflun ríkisins.
(visir.is)
Björgvin og Árni Þór segja að Sjálfstæðisflokkurinn haldi að lesandanum þeirri tálsýn að óbreyttar skattareglur og áður fyrirhugaðar breytingar séu eitthvað sem raunhæft sé eftir að hann sigldi þjóðarbúinu í þrot og braut niður tekjuöflun ríkisins.
(visir.is)
Sjálfstæðisflokkurinn heldur því fram í málflutningi sínum,að ekki verði um neina skattalækkun hjá þeim tekjulægstu að ræða eins og fjármálaráðherra hefur sagt.Virðist deilan standa um það,að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar inn í dæmið meiri hækkun skattleysismarka en búið var að ákveða.Ríkisstjórnin segir hins vegar að eftir hrunið hafi engin hækkun skattleysismarka verið inni í dæminu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.