Mánudagur, 14. desember 2009
Hræsni og lýðskrum Sjálfstæðisflokksins
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagst algerlega gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave og þeir hafa einnig lagst gegn tillögum um, skattahækkanir vegna mikils halla á ríkissjóði.Afstaða Sjálfstæðisflokksins í Icesave málinu er undarleg þegar haft er í huga að það var Geir H. Haarde sem lýsti því yfir 8.oktober í fyrra að Ísland ætlaði að greiða Icesave. Þá var hann forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Nokkru síðar gerði Árni Mathíesen þá fjármálaráðherra samkomulag við fjármálaráðherra Hollands um greiðslu á Icesave skuldinni í Hollandi. Í nóvember 2008 sagði Bjarni Benediktsson nú formaður Sjálfstæðisflokksins,að Ísland yrði að greiða Icesave. Það er því ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði beitt sér fyrir greiðslu Icesave ef flokkurinn hefði verið í ríkisstjórn. Það er því ekkert annað en lýðskrum þegar flokkurinn í dag þykist vera á móti því að greiða Icesave skuldbindingarnar.
Hið sama má raunar segja um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til skattahækkana.Ríkisstjórn Geirs H. Haarde fékk það samþyjkt hjá AGS að fresta ráðstöfunum til þess að draga úr halla í ríkisútgjöldum.Því var frestað í eitt ár. En það lá fyrir þegar fyrir sl. áramót að það yrði að hækka skatta nú ef jafna ætti ríkissjóðshallann eða draga úr honum.Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið að skattahækkunum nú,ef flokkurinn hefði verið í stjórn en þegar flokkurinn þykist nú vera á móti skattahækkunum er það ekkert annað en lýðskrum og hræsni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.