Mánudagur, 14. desember 2009
"Við verðum að taka upp evru"
Vilhjálmur Þorsteinsson framkvæmdastjóri var í Silfri Egils í gær og ræddi m.a. um ESB og evruna.Hann sagði,að krónan væri ónýt og við yrðum að taka upp annan gjaldmiðil., Taldi hann,að best yrði að taka upp evru. Ef Ísland gengi í ESB,sem hann taldi best að gera ættum við að sækja um að fá hraðferð inn í myntbandalagið. Hann taldi mögulegt að fá hana.
Ég er sammála Vilhjálmi. Enda þótt krónan gagnist okkur vel í augnablikinu dugar hún ekki til lengdar.Ef við værum með evru værum við miklu betur staddir en með krónuna. Við hefðum þá stuðning af Seðlabanka Evrópu og nægan gjaleyrisvarasjóð upp á að hlaupa og það yrði mikið auðveldara fyrir okkur að greiða Icesave.Verðlag mundi lækka hér eftir aðild að ESB og upptöku evru.Vextir mundu hríðlækka og verða eins og hjá ESB.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.