Föstudagur, 18. desember 2009
Tekjuspá ríkisins hækkar um 3 milljarða
Ríkið er alltaf að" finna" fjármuni um þessar mundir. Upplýst var í morgun,að tekjuspá ríkisins hækkaði um 3 milljarða.Er það m.a. vegna þess,að reiknað hafði verið með að tekjur ríkisins yrðu minni á síðustu mánuðum ársins en í fyrra en í ljós kemur að þær eru jafnmiklar. Þessir 3 milljarðar fara langt í að duga til þess að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin hefur nú enga afsökun lengur fyrir því að leiðrétta ekki kjör aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.