Laugardagur, 19. desember 2009
Ríkisstjórnin skerti kjör lífeyrisþega að óþörfu
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Ríkisstjórnin skerti kjör lífeyrisþega að óþörfu.Þar segir svo m.a.
Þegar ríkisstjórnin tók við völdum sögðu leiðtogar hennar ,að hún ætlaði að koma hér á norrænu velferðarkerfi.Það voru stór orð,þar eð við stóðum hinum Norðurlöndunum langt að baki í velferðarmálum ,m.a. í málefnum aldraðra og öryrkja.Frá því stjórnin tók við völdum höfum við enn færst lengra frá hinum Norðurlöndunum í velferðarmálum.Þær ráðstafanir,sem ríkisstjórnin gerði 1.júlí sl. í málefnum aldraðra og öryrkja skertu velferðina verulega hjá okkur.Þá var lífeyrir aldraðra og öryrkja skertur talsvert.Kjaraskerðingin nam 4 milljörðum á ársgrundvelli.Hún tók gildi sama dag og kauphækkun launþega átti sér stað.Var þessi kjaraskerðing lífeyrisþega nauðsynleg? Nei,hún var óþörf með öllu eins og ég mun nú skýra út
Um síðustu áramót tóku gildi lög sem heimiluðu ríkisskattstjóra að fá upplýsingar um sparifé fólks í bönkum til þess að athuga fjármagnstekjur þess.Með þeirri breytingu komst Tryggingastofnun í upplýsingar um fjármagnstekjur lífeyrisþega.Í ljós kom þá ,að fjármagsntekjur lífeyrisþega reyndust mun meiri sl. ár en áætlað hafði verið.Leiðir það til þess að skerðing tryggingabóta lífeyrisþega eykst 4 milljörðum meira en reiknað hafði verið með.Í ljós kom því, að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. var algerlega óþörf.Það þurfti ekki að skerða kjör lífeyrisþega um eina krónu 1.júlí. Sparnaður um 4 milljarða náðist allur með aukinni skerðingu tryggingabóta vegna meiri fjármagnstekna en reiknað hafði verið með.Ef félags-og tryggingamálaráðherra hefði leitað annarra leiða áður en hann ákvað að skera niður lífeyri aldraðra og öryrkja eins og áskilið er að gera í mannréttindasáttmálum,sem Ísland er aðili að,þá hefði hann ekki skorið niður lífeyri lífeyrisþega.En ráðherrann var of fljótur á sér.
Laun launþega hafa hækkað á ný 1.nóvember sl. um sömu upphæð og 1.júlí sl. Allir sem hafa 220 þús. á mánuði í laun og minna fá þessa launahækkun. Tryggingabætur allra eldri borgara eru langt undir þeirri fjárhæð eða hjá einhleypingum 180 þús. kr. á mánuði fyrir skatt og 155 þús. eftir skatt.Hér er átt við þá eldri borgara,sem búa einir og hafa engar tekjur úr lífeyrissjóði en þar er um lítinn hóp að ræða.Allir aðrir eldri borgarar hafa minna frá almannatryggingum.Þær raddir hafa heyrst,að eldri borgarar hafi fengið svo miklar kjarabætur 2008,að þeir þurfi ekki meiri kjarabætur nú og geti tekið á sig kjaraskerðingu.Þetta er rangt. Eldri borgarar fengu aðeins í hækkun lífeyris sem svaraði helmingi kauphækkunar verkafólks 1.feb.2008.Síðan fengu 412 einhleypir eldri borgarar hækkun 1.oktober sama ár eða lágmarksframfærsluuppbót upp í 150 þús. á mánuði fyrir skatt eða 130 þús. eftir skatt.Aðrir fengu minna.Kjarabætur eldri borgara 2008 voru fyrst og fremst til þeirra sem voru úti á vinnumarkaðnum. Frítekjumark vegna atvinnutekna var ákveðið 100 þús. á mánuði en það var lækkað í 40 þús. á mánuði 1.júlí sl. Kjarabætur til þeirra eldri borgara sem voru hættir að vinna voru hins vegar mjög litlar. Og ég gagnrýni það harðlega að frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna skyldi ekki sett hið sama og vegna atvinnutekna og það má furðulegt heita,að engin skerðing verði á tryggingabótum aldraðra vegna tekna séreignalífeyrissparnaðar en full skerðing að heita má vegna lífeyrissjóðstekna úr lögbundnum lífeyrissjóðum.Hér er mismunað gróflega.
Björgvin Guðmundsson
:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.