IGS:Bretar og AGS misbeittu valdi sínu gegn Íslandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að Bretar hafi beitt sér gegn Íslandi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar með misbeitt stöðu sinni innan AGS. Þetta kemur fram í minnisblaði til utanríkismálanefndar Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins segir að í minnisblaðinu tæti hún í sig grunnstoðirnar í málflutningi ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu.

Ingibjörg Sólrún dregur upp mynd af því sem gerðist bak við tjöldin í harðri milliríkjadeilu Íslendinga við Breta og Hollendinga í minnisblaði til utanríkismálanefndar Alþingis. Hún segir að í stað þess að efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undirrituð var í október í fyrra, fengi eðlilega afgreiðslu hafi ferlið verið teppt án viðvarana og hreinskiptni.

Í minnisblaðinu víkur Ingibjörg Sólrún að harkalegum aðgerðum Breta í fyrrahaust sem hún segir hafa leitt til ómælds tjóns. Allan nóvember hafi Ísland háð eina hörðustu milliríkjadeilu í sögu sinni. Í minnisblaðinu segir að þáverandi ríkisstjórn hafi haft áreiðanlegar heimildir fyrir því á þeim tíma að Bretar beittu sér gegn Íslandi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það hafi síðan reynst raunin. Bretar hafi til dæmis gert kröfu um að inn í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til framkvæmdastjórnar AGS yrði bætt tilvísun um Icesave samningaviðræðurnar.

Með því töldu þáverandi stjórnvöld að Bretar væru að misbeita stöðu sinni mjög innan AGS. Þá segir Ingibjörg í minnisblaðinu að Brussel viðmiðin, sem samþykkt voru í nóvember í fyrra, hafi verið kjarni Icesave málsins fyrir Íslendinga því þau hafi fært inn í forsendur samningaviðræðna tillit til erfiðra og fordæmalausra aðstæðna okkar. Hún segir að viðmiðin hafi markað nýtt upphaf í Icesave deilunni og segir ennfremur að þó að þau feli í sér pólitíska skuldbindingu þá skuldbindi þau Ísland ekki með neinum hætti ef ný stjórnvöld vilji hafa þau að engu.

 (visir.is)

Minnisblað Ingibjargar  Sólrúnar undirstrikar það sem margir hafa sagt áður og ég hefi skrifað um hér fyrr,að AGS hefur misbeitt valdi sínu gagnvart Íslandi og að Bretar hafi misnotað aðstöðu sína hjá AGS og gegn Íslandi.Vinnubrögð Breta og AGS eru forkastanleg.

 

Björgvin Guðmundson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband