Sunnudagur, 20. desember 2009
Bresk lögfræðistofa: Icesave samningurinn sambærilegur öðrum alþjóðlegum lánasamningnum
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir pólitík frekar en lögfræði ráða för í áliti bresku lögmannsstofunnar Ashurst á Icesave samningunum. Hann segir álitið engu breyta um andstöðu Sjálfstæðismanna við samninginn.
Fjárlaganefnd leitaði til bresku lögmannsskrifstofunnar Ashurst, með spurningar um Icesave-samninginn. Enn á eftir að berast álit frá annarri stofu, Michon de Reya, um sama mál.
Lögmennirnir telja samninginn að mestu leyti sambærilegan öðrum alþjóðlegum lánasamningum.
Þeir telja þó að ef Evrópulöggjöf verði breytt, Íslandi í hag, um ábyrgð ríkja á innistæðum, hafi það enginn áhrif á Icesavesamninginn - hann standi eins og hann er.
Birgir dregur hlutleysi Ashurst í efa þar sem stofan kom að gerð Icesave-samningsins. Lögmannsstofan telur að samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave, gætu Íslendingar þurft að greiða Bretum og Hollendingum mikið meira.(ruv.is)
Þarna eru Sjálfstæðismenn sjálfum sér líkir. Þeir báðu um álit breskrar lögfræðistofu. Þeir fengu slíkt álit en af því að þeim líkaði ekki álitið segja þeir: Álitið skiptir engu máli.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.