Mánudagur, 21. desember 2009
ESB:Ísland byrjar vel
Framkvæmdastjóri stækkunarmála ESB og utanríkisráðherra Svíþjóðar hæla aðkomu Íslands vegna ESB umsóknarinnar og segja hana bera vott um gæði íslenskrar stjórnsýslu.
Það var í byrjun september að framkvæmdastjórn ESB lagði spurningalista sem hljóðaði uppá 2.500 spurningar fyrir íslensk yfirvöld til að meta hversu vel landið væri í stakk búið fyrir aðild að ESB. Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra stækkunarmála ESB, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, undir yfirskriftinni Góð byrjun hjá Íslandi.
Í greininni óska þeir Rehn og Bildt íslenskum stjórnvöldum meðal annars til hamingju með hversu vel var staðið að afgreiðslu spurningalistanna. Þeir segja svörin hafa verið afhent 19. október, mánuði á undan áætlun, auk þess sem gæði svaranna voru metin góð. Þetta telja þeir að segi sína sögu um gæði íslenskrar stjórnsýslu og sé gott veganesti inn í komandi aðildarviðræður.
Í greininni kemur einnig fram að vegna tafa við fullgildingu Lissabon-sáttmálans takmarkist réttur núverandi framkvæmdastjórnar við daglega stjórnun og hafi hún því ekki umboð til að hefja aðildarviðræður við Íslendinga sem nýtt umsóknarríki. Því hafi samþykkt álitsgerðarinnar verið frestað þangað til ný framkvæmdastjórn tekur við í byrjun næsta árs. Í greininni segir einnig að þrátt fyrir þetta sé unnið hörðum höndum innan framkvæmdastjórnarinnar með umsókn Íslendinga og að aðildarríki ESB hafi brugðist jákvætt við umsókninni og sýnt vilja til að vinna hratt og náið með Íslandi.(ruv,is)
Þetta er gott hrós fyrir Ísland og sýnir,að Ísland hefur staðið vel að málum í fyrsta áfanga umsóknarferils um ESB umsókn.,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.