Þriðjudagur, 22. desember 2009
Vasapeningar eldri borgara lækkaðir
Vasapeningar eldri borgara verða skornir niður um 35 milljónir króna samkvæmt tillögum meiri hluta fjárlaganefndar.
Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir niðurskurðinn ekki nægan og forgangsröðunina ranga. Þegar sé búið að skerða bætur til aldraðra og öryrkja um of. Örorkulífeyrir hafi verið lækkaður og tekjutrygging ellilífeyrisþega. Nú síðast hafi vasapeningar ellilífeyrisþegar verið skornir niður. Í október hafi þeir átt að vera 350 milljónir króna en nú verði þeir 300 milljónir. Kristján segir líka að dulinn halli sé í fjárlögunum, fjöldi ríkisstofnana eigi við fjárhagsvanda að etja en á honum sé ekki tekið.
Síðasta lotan í umræðum um fjárlagafrumvarpið stendur nú yfir á Alþingi. Frá annarri umræðu hafa útgjöld aukist um 230 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar. En tekjurnar hafa aukist enn meira - um röska 3,2 milljarða. Spáð er að tekjur ríkisins á næsta ári verði 462 milljarðar króna. Hærri tekjur koma til vegna þess að gert er ráð fyrir auknum tekjum af tryggingagjaldi og virðisaukaskatti (ruv.is)
Það er forkastanlegt að skera enn niður vasapeninga eldri borgara.Áður er búið að rífa af eldri borgurum nær allan ellilífeyri þeirra. Þegar eldri borgarar fara á hjúkrunarheimili eða aðra stofnun tekur tryggingastofnun allan nær allan ellilífeyri fólksins og skilar síðan einhverri hungurlús,sem kallast vasapeningar.Í siðuðum löndum fær fólkið allan sinn lífeyri oig greiðir af honum kostnað við vist á stoifnun. Þannig á það að vera.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er virkileg skömm fyrir ríkisstjórnina hvernig komið er fram við eldriborgra. Hverjir eru í forsvari fyrir eldriborgara? Getur félagsmálaráðherra vaðið í vasa eldriborgara í hvert sinn sem hann vantar peninga án þess að eldriborgara fái rönd við reist. Orðið vasapeningar varðandi greiðslur til eldriborgara er niðrandi og verður að breyta.
Virðingin fyrir þeim sem fá greiddar kr.155.000 eftir skatt frá Tr. er engin. Eigi þeir síðan eitthvað í lífeyrissjóði er þessi upphæð skert krónu á móti krónu. Þess er vandlega gætt að eldriborgra lifi við hungurmörk , það leiðir til þess að eldriborgarar verða niðursetningar, byrði á ástvinum og heilbrigðiskerfinu. Að fá að halda höfði og eldast með reisn er hverjum manni mikivægt. Það skildu alþingismenn þegar þeir vörðu sig gagnvart ellinni með lítt hvíðandi eftirlaunum, skítt veri með þá sem þeir eru að vinna fyrir, þeir geta étið það sem úti frýs. Sveiatan
GN (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.