Föstudagur, 25. desember 2009
Gleðileg jól!
Ég óska bloggvinum mínum og öðrum lesendum gleðilegra jóla. Jólin eiga sterkan sess í huga okkar allra.Þau eru hátíð ljóss og friðar og draga fram það besta í okkur,minna okkar á bernskujólin,rifja upp það góða og skemmtilega sem við höfum upplifað í fjölskyldulífi og annars staðar. Jólin eru með sérstöku sniði hjá mér að þessu sinni,þar eð kona mín veiktist alvarlega og var flutt á spítala. Ég eyddi aðfangadagskvöldi hjá konu minni á spítalanum ásamt elstu sonum okkar.Og hún verður á spítalanum áfram. Vonandi er hún komin yfir erfiðasta hjallann í veikindunum.Ég er ánægður með þjónustu og aðhlynningu Landsspítalans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.