Laugardagur, 26. desember 2009
Vonbrigði með félagsmálaráðherrann
Ég hefi orðið fyrir miklum vonbrigðum með félagsmálaráðherra í málefnum aldraðra og öryrkja.Hann lækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. sama dag og laun verkafólks hækkuðu. Lífeyrir lífeyrisþega er ekkert annað en laun og hvernig er þá unnt að lækka laun lífeyrisþega um leið og laun verkafólks eru hækkuð. Slíkt stenst ekki. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra eiga aldraðir að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Það er verið að brjóta þau lög.Þess er að vænta,að félagsmálaráðherra leiðrétti lífeyri aldraðra og öryrkja um áramót,þegar laun verkafólks hækka um 2,5% en þau hækkuðu raunar einnig 1.nóvember án þess að lífeyrisþegar fengju nokkra hækkun.Það er verið að níðast á öldruðum og öryrkjum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta. Félagsmálaráðherra hefur valdið miklum vonbrigðum. Hans aðalráðgjafar virðast koma úr röðum nánustu fv. starfsmanna Björgólfanna í gamla Landsbankanum. Það eru undarleg tengsl. En ljóst er að traust til félagsmálaráðherra hefur fallið mjög og er Samfylkingunni erfitt.
Sævar Helgason, 26.12.2009 kl. 11:15
Sæll Björgvin og gleðilega hátíð.
Það er von þú kvartir kratinn sjálfur því að Árni Páll Árnason er einhver mesti glamur hani íslenskra stjórnmálamanna, fyrr og síðar.
En það er kanski von að hann gleymi ykkur gamla fólkinu og hafi ekki mikinn tíma til þess að vinna að velferðarmálunum, þegar öll hans pólitík snýst um það eitt að koma landinu undir yfirráð ESB og hann heldur það víst sjálfur vesalings maðurinn að þá muni öll vandamál þjóðarinnar meira og minna leysast af sjálfu sér.
En þessi ESB þráhyggja og sá rétttrúnaður allur er einhver mesta lygi allrar Íslandssögunnar.
Fyrir þessari haugalygi stendur Árni Páll Árnason og lítið annað ! En fyrir hana mun hann líka falla, því þjóðin sér í gegnum þessa lygi og mun því kolfella ESB aðild !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 12:39
Sæll Björgvin og gleðileg jól.
Mér finnst þú hafa gleymd nokkrum af stórkostlegum afrekum félagsmálaráðherra.
T.d. Lækka dagpeninga til aldrðra. Lækka umönnunargreiðslur til aðstandand fjölfatlðra og langveikra barna.
Þetta er einhver stórkostlegasti ráðherra sem Samfylkinging gat komið með.
Nú bíð ég eftir lagaákvæði frá þessum góða ráðherra um að gera upptækar eignir sem aldraðar kynnu að eiga og jafnframt að láta allar lífeyrisgreiðslur til aldraðra ganga beint í ríksissjóð. Hann verður að geta komið sér upp fleiri aðstoðarmönnum, ég held hann sé bara með þrjá. Ég styð það heilshugar að greiðslur okkar út lífeyrissjóðum gangi óskertar til félagshyggjustjórnarinnar. Við sem höfum greitt lengi í lífeyrissjóði erum hvort eð er tvísköttuð, greiddum alltaf skatt sem greitt var í lífeyrissjóði þangað til 198- og eitthvað.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.