Hefur "félagshyggjustjórnin" brugðist í velferðarmálum?

Ég tel,að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hafi að mestu leyti staðið sig vel í endurreisnarstarfinu.Hún tekur við gífurlega erfiðu verkefni eftir að  Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að rústa efnahags-og bankakerfið.Ríkisstjórnin hefur endurreist bankakerfið og sett ný skattalög,sem eiga að jafna þann gífurlega fjárlagahalla,sem hlaust af hruninu.Ég er sáttur við skattalögin. Þau hafa jöfnunaráhrif og á þeim var full þörf. Ég er einnig sáttur við Icesave frumvarpið og tel,að Steingrímur J. hafi haldið vel á því máli miðað við erfiðar aðstæður.Ég tel,að vísu að íslenska ríkinu beri ekki að borga Ice save skuldina en það verður að fá það leiðrétt síðar. Nú er aðalatriðið að leysa málið og tryggja að Ísland eigi aðgang að  alþjóðlegum  lánamörkuðum.Ég er hins vegar ósáttur við niðurskurðinn í velferðarkerfinu.Ríkisstjórnin ætlaði að skapa hér norrænt velferðarsamfélag en  undir hennar stjórn hefur Ísland fjarlægst norræna velferðarsamfélagið. Almannatryggingar áttu og eiga að vera undanskildar niðurskurði. Það er skoðun erlendra fræðimanna,að í kreppu eigi fremur að efla almannatryggingar en að veikja þær.Öflugar almannatryggingar geta stutt við atvinnulausa og aðra þá sem eiga í erfiðleikum í kreppu.Það kemur í bakið á okkur að veikja almannatryggingar á krepputímum. Það verður að bæta hér úr,draga til baka skerðinguna á almannatryggingum og veita öldruðum og öryrkjum sömu kjarabætur og verkafólk hefur fengið á árinu og það er að fá um áramót.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll enn og aftur Björgvin minn.

Skelfing ert þú orðin gleyminn.  Mér var kennt í æsku að það væri ljótt að stela og líka að segja ósatt, ég held að þér hafi ábyggilega kennt þetta líka, man aðeins eftir foreldrum þínum og þau voru ábyggilega þannig að kenna þér þetta.

Ég skil mjög vel að þú setir félagshyggjustjórn innan gæsalappa því önnur eins öfugmæli hafa ekki sést lengi.  Þú mátt ekki gleyma afrekum félagsmálaráðherra hann stelur já stelur af manni úr þeim sjóði sem maður er búinn að leggja í um 60 ár til elli árana en hann tekur þau og felur sig bak við lög sem hann setti sjálfur.  Skelfilegt að aðrir þjófar skuli ekki geta lagt fram lög og fengið þau samþykkt af Alþingi.

Ekki gleyma dagpeningunum sem hann er að taka af öldruðum, lækka greiðslur til þeirra aðstandanda sem hafa fengið umönnunargreiðslur vegna fjölfatlaðra og langveikra barna ásamt ýmsu öðru sem hann áorkar. Já og taka af öryrkjum.

En það er eitt sem þú gleymir í umfjöllun þinni hér að framan aða Samfylking var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar bankahrunið skall á, er þetta ekki rétt munað hjá mér og var ekki viðskiptaráðherra frá Samfylkingunni, ég man ekki betur.  Björgvin það er ljótt að skrökva og eins að stela, mundu það.

Ég tel að hafi farið að halla undan fæti hjá okkur þegar vinstri stjórn Steingríms Hermannssonar gaf kvótann frjálsan til sölu 1990, næsta skrefið til ófaranna var þegar Jón Baldvin, ekki er hann Sjálfstæðismaður, barðist eins og ljón þegar hann var í stjórn með Sjálfstæðisflokknum fyrir inngöngu í EES og síðan var þriðja og síðasta skrefið gengið í takt af Sjálfstæðismönnum og SAMFYLKINGU og ekki gleyma

því það err ljótt að segja ekki sannleikann og að stela eins og ÁPÁ gerir, ekki fara á sama stall og hann.

Kær kveðja.

Baldur

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband