Við munum komast út úr kreppunni

 Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.419 milljörðum króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem nam 94,6% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar nam skuld ríkissjóðs 722 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi 2008 eða sem svarar 48,9% af landsframleiðslu.

Þetta eru nýjustu upplýsingar frá Hagstofunni.Hér er átt við allar skuldir ríkisins,ekki aðeins erlendar skuldir en´þær eru að sjálfsögðu mun minni en heildarskuldir.Seðlabankinn hefur birt enn lægri tölur um skuldir ríkisins.Þetta eru þær tölur sem skipta máli. Tölur um skuldir einkafyrirtækja skipta engu máli,þegar rætt er um möguleika ríkisins til þess að greiða skuldir sínar. Ég skil ekki hvers vegna sumir eru alltaf að klifa á heildarskuldum með skuldum einkafyrirtækja og nefna mörg hundruð prósent af landsframleiðslku. Þar er innifalinn 1000 milljarða skuld  Actavis.Ríkið þarf ekki að greiða hana.

Ég er bjartsýnn á að Ísland komist fljótlega út úr kreppunni. Þar mun  útflutningurinn og ferðaiðnaðurinn hjálpa okkur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband