Mánudagur, 28. desember 2009
1500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð fjölskylduhjálpar

Tæplega 1500 fjölskyldur fengu jólaaðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir jólin, sem eru mun fleiri fjölskyldur en fyrir jólin í fyrra. Þar af leituðu 50 fjölskyldur eftir neyðaraðstoð þ.e. eftir að formlegri úthlutun lauk þann 21. desember.
Í tilkynningu frá Fjölskylduaðstoðinni kemur fram að það var áberandi fyrir þessi jól hversu margt ungt fólk leitaði eftir aðstoð, ungt atvinnulaust fólk nýbúið að stofna heimili og sum hver með ung börn á framfæri. Einnig leituðu margir öryrkjar eftir aðstoð í fyrsta sinn.
Fjörutíu sjálfboðaliðar tóku þátt í starfi Fjölskylduhjálparinnar að þessu sinni.
Úthlutun hefst að nýju hjá Fjölskylduhjálp Íslands miðvikudaginn 30.des.(ruv.is)
Þessi mikla aðstoð og eftirspurn eftir henni sýnir,að mikil fátækt og neyð er í þjóðfélaginu.Ekki gengur að veikja velferðarkerfið þegar ástandið er eins og það er. Það þarf að efla velferðarkerfið í kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.