Icesave:Sömu ræðurnar fluttar aftur og aftur

Ég stillti á sjónvarpið frá alþingi og hlustaði augnablik á umræður um Icesave.En ég var fljótur að slökkva.Þetta voru nákvæmlega sömu ræðurnar  og ég hafði heyrt áður. Það er af hálfu stjórnarandstöðunnar verið að tefja málið og koma í veg fyrir,að unnt sé að greiða atkvæði.Þess vegna flytja stjórnarandstæðingar sömu ræðurnar upp aftur og aftur. Það kemur ekkert nýtt fram. Öll efnisatriði eru löngu komin fram og því löngu tímabært að ganga til atkvæða.Forseti alþingis,Ásta Ragnheiður,hefur verið mjög umburðarlynd og ekki beitt ákvæðum  þingskapa  um að  láta ganga til atkvæða áður en menn væru búnir að kjafta eins mikið og þeir vildu.Ég tel,að hún hafi verið of umburðarlynd.Það hefði átt að ganga til atkvæða fyrir löngu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband