Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans olli hruninu

Nú styttist í að  skýrsla rannsóknarnefndar alþingis verði lögð fram.Fróðlegt verður að sjá hvað nefndin telur um hrunið og orsakir þess. Persónulega rek ég upphafið til einkavæðingar bankanna en það voru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sem stóðu að henni. Bankarnir voru afhentir einkavinum þessara tveggja flokka og ekkert hirt um að fá  menn til  þess að  reka og eiga bankana sem  kunnu að reka banka. Þeir,sem tóku við bönkunum breyttu þeim í braskstofnanir,sem tóku óhóflega mikil erlend lán og  í stað þess að reka venjulega bankastarfsemi fyrir Íslendinga fóru þeir út í fjárfestingarbrask erlendis.Á þennan hátt kollsigldu einkavinirnir bönkunum og settu íslenskt fjármálakerfi og atvinnulíf á hliðina í leiðinni. Vegna frjálsræðis-og frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins  mátti ekki hafa öruggt eftirlit með bönkunum heldur átti að láta þá afskiptalausa.Þessi stefna Sjálfstæðisflokksins og atferli allt hefur orðið þjóðinni dýrkeypt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Að mörgu leyti sammála þér þegar að við förum allt aftur til einkavinavæðingar bankanna. En get samt ekki annð en minnt þig á það Björgvin að Samfylkingin sat í stjórn með Sjálfstæðisflokknum í sælli kjötkatlavímu og algerri meðvirkni í aðdraganda banakhrunsins og í hruninu sjálfu og talsvert eftir það líka.  Þeir hreyfðu ekki litla putta, þvert á móti sögðu þau jafn hátt og Geir Haarde að hér væri allt í himnalagi. Samfylkingin var líka með viðskipta- og bankamáðalaráðherrann og stjórnarformann Fjármáleftirlitsins en báðir þessir aðilar dásömuðu og mærðu bankaglæponana og útrásarhyskið alveg fram að bláhruninu. 

Einnig þáði Samfylkingin ósköp svipað Sjálfstæðisflokkurinn og einstakir frambjóðendur þessara flokka beggja tugmilljónir í beina og óbeina "fjárstyrki" frá bankaglæponunum og af útrásarpakkinu.

Þessu er vert að halda til haga og finnst mér mikið vanta uppá að Samfylkingin hafi farið í ærlega ormahreinsun og gagngera endurskoðun vegna þessa.

Þess í stað lifir flokksforystan enn í afneitun á ábyrgð flokkisns og ekki síst flokksforystunnar á sjálfu hruninu og gríðarlega alvarlegum afleiðingum þess fyrir allt þjóðarbúið.

T.d. er langstærstur hluti ICESAVE ósómans uppsafnaður skítur á vakt Samfylkingarinnar, þó þeir reyni reyndar stöðugt að þvo það af sér.  

Víst er langvarandi ábyrgð Sjálfstæðisflokksins stærst í þessu máli, það viðurkenna þeir meira að segja sjálfir og í sannleika sagt þa´finnst mér þeir hafa sýnt mun meir og hreinskiptari iðrun og yfirbót en Samfylkinginn.

En Samfylkingunni færi betur að skoða eigin rann og viðurkenna afglöp sín í stað þess að vera í stöðugri afneitun og bendandi á alla aðra en sjálfan sig. 

Gunnlaugur I., 29.12.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband