Miðvikudagur, 30. desember 2009
Engin leiðrétting enn frá félagsmálaráðherra.Brot á lögum
Hinn 29. desember 2008 gaf þáverandi félagsmálaráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir,út reglugerð um að þeir aldraðir og öryrkjar,sem ekki hefðu aðrar tekjur en lífeyri frá almannatryggingum skyldu fá 20 % hækkun lífeyris frá áramótum.Var það nokkurn veginn í takt við verðbólguna.En aðrir eldri borgarar og öryrkjar skyldu aðeins fá 9,6% hækkun.Þeir voru sem sagt skertir um helming verðlagsuppbótarinnar,sem þeir áttu rétt á. Nú er komin 30.desember og engin reglugerð eða lagabreyting hefur borist frá núverandi félagsmálaráðherra um leiðréttingu á lífeyri aldraðra og öryrkja.Það bendir því allt til þess að hann ætli að láta lífeyrisþega sæta kjaraskerðingu á meðan launþegar fá hækkun á sínum launum,2,5% um áramótin,6750 kr. hækkun 1.nóv., sl. og sömu hækkun 1.júlí sl. Þegar laun verkafólks hækka,lækka laun lífeyrisþega.Þetta er brot á lögum um málefni aldraðra en samkvæmt þeim eiga aldraðir að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Eldri borgarar geta ekki látið þetta yfir sig ganga. Þeir verða að grípa til aðgerða.
Björgvin Guðmundsson.Brot á
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.