Miðvikudagur, 30. desember 2009
Skrípaleikurinn á alþingi heldur áfram
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn berjast nú um á hæl og hnakka á alþingi til þess að reyna að tefja eða stöðva Icesavefrumvarpið.Síðasta útspil þessara flokka var að segja,að Svavar Gestsson sendiherra,formaður samninganefndar Íslands,hafi haldið upplýsingum leyndum fyrir utanríkiisráðherra.Umræddar upplýsingar varða möguleika Íslands á að fara í mál við Breta vegna yfirtöku dótturfélags Landsbankans í Bretlandi. Ekki sé ég að þetta atriði skipti sköpum við afgreiðslu Icesave málsins.Það er búið að halda næturfundi í fjárlaganefnd vegna þessa atriðis og það er búið að fresta fundum á alþingi í allan dag vegna þessa.Skrípaleikurinn á alþingi heldur því áfram. Er ekki mál að linni og að gengið verði til atkvæða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.