Miðvikudagur, 30. desember 2009
Samkomulag á alþingi
Gengið var frá samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfanna það eftir lifir dags á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem lauk á fimmta tímanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þriðju og síðustu umræðu um Icesave frumvarpið haldið áfram til að verða klukkan átta í kvöld. Þá verður gert hlé í korter áður en forystumenn flokkanna flytja lokaræður sínar í málinu. Í framhaldinu verður gengið til atkvæða.
Á sama tíma og formennirnir funduðu ríkti ringulreið í þingsalnum þar sem þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins gerðu ítrekað athugasemdir við fundarstjórn forseta og óskaðu eftir því að þingfundi yrði frestað þar sem nýjar upplýsingar um Icesave málið væru enn að berast.
Bréf sem barst frá bresku lögmannsstofunni Mischon de Reya í gær hefur vægast sagt valdið miklum deilum á þinginu. (visir.is)
Það er fagnaðarefni að samkomulag hafi náðst. Forseti bingsins hefur með þrautseigju og þolinmæði gert það sem virtist ókleift,,þ.e. að sætta stríðandi aðila.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.