Fimmtudagur, 31. desember 2009
Icesave frumvarpið samþykkt á alþingi.Mikill léttir
Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingunum. Það voru 33 sem greiddu atkvæði með lögum um ríkisábyrgðina en 30 greiddu atkvæði gegn henni.
Steingrímur J. Sigfússon mun svo færa forsetanum frumvarpið á morgun til staðfestingar. Hátt í 39 þúsund manns hafa skráð nafn sitt á vef Indefence til að hvetja forsetann til þess að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Allir þingmenn Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með málinu. Það gerðu líka allir þingmenn VG nema Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir. Þráinn Bertelsson greiddi líka atkvæði með frumvarpinu. Allir sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar greiddu hins vegar atkvæði gegn frumvarpinu
Forsætisráðherra las svo forsetabréf þess efnis að fundum Alþingis skyldi frestað til 26. janúar.
(visir,is)
Það er mikill léttir,að Icesave málið hafi verið afgreitt. Þetta mál var farið að tefja eðlilega uppbyggingu í landinu.En þetta eru nauðungarsamningaqr eins og Þráinn Bertelson sagði.Hann sagði: Slíkir samningar eru ógildir.Það er mikið til í því hjá honum.Tvö sterk ríki,Bretland og Holland kúguðu Íslendinga og nutu til þess fulltingis ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Það átti að skrúfa fyrir Ísland,ef íslenska ríkið borgaði ekki Icesave og Norðurlöndin studdu þessar kúgunaraðgerðir. Það var ekkert annað í stöðunni. Við gátum ekki komist lengra að þessu sinni. En við munum sækja rétt okkar síðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.