Fimmtudagur, 31. desember 2009
Það mun birta til
Þrátt fyrir alllt er ég bjartsýnn á að Ísland vinni sig út úr kreppunni og jafnvel fyrr en menn hafa talið.Ég horfi bjartsýnn fram á árið 2010. Það er margt jákvætt að gerast í íslensku þjóðfélagi,Það er mikil gróska í útflutningnum,ferðaiðnaðurinn er í örum vexti,ýmis konar nýsköpun er að eflast,listir og listiðnaður blómgast og þannig mætti áfram telja.Ísland á miklar náttúruauðlindir,sem munu koma okkur að haldi ef rétt er haldið á málum. Við megum ekki láta yfirráð þeirra í hendur útlendinga.Við eigum að halda áfram uppbyggingu stóriðju í landinu en gæta jafnframt náttúru landsins og umhverfis.Við munum vinna okkur út úr þessu.Það birtir til fyrr en varir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vonandi munum við vinna okkur út úr vandræðunum, eða allavega barnabörnin ættu að sjá til sólar, ekki vegna þessa landráðasamnings heldur þrátt fyrir hann
Kjartan Sigurgeirsson, 31.12.2009 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.