Er ríkisstjórn Samfylkingar og VG félagshyggjustjórn?

Sagt hefur verið að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur,sem nú situr,væri fyrsta "félagshyggjustjórnin"  á lýðveldistímanum,sem nyti  meirhluta fylgis á alþingi.En er þetta félagshyggjustjórn? Lítum á það.Getur ríkisstjórn,sem skerðir almannatryggingar talist félagshyggjustjórn.Ég tel ekki.Getur ríkisstjórn sem sker niður heilbrigðiskerfið talist félagshyggjustjórn? Ég tel ekki,Getur ríkisstjórn,sem skerðir atvinnuleysistryggingar talist félagshyggjustjórn? Ég tel ekki.Það breytir engu í þessu sambandi þó þjóðin búi við kreppu.Við slíikt ástand reynir einmitt á stjórnvöld að standa vörð um velferðarkerfið. En það  hefur stjórnin ekki gert. Hún hefur skorið niður í almannatryggingum og heilbrigðiskerfi. Þess vegna getur stjórnin ekki talist félagshyggjustjórn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband