Laugardagur, 2. janúar 2010
Lánshæfismat ríkissjóðs batnar
Á heimasíðu Seðlabankans er greint frá þessu nýja mati og þar er að finna lauslega þýðingu á fréttinni frá Standard & Poor's:
Matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag, 31. desember 2009, að það hefði breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Á sama tíma staðfesti fyrirtækið einkunnir sínar fyrir skuldbindingar ríkissjóðs til langs og skamms tíma, BBB-/A-3" fyrir erlendar skuldbindingar og BBB+/A-2" fyrir innlendar skuldbindingar. BBB- matið fyrir skipti- og breytanleika var einnig staðfest.
Endurskoðunin á horfunum byggist á því að 30. desember 2009 samþykkti Alþingi frumvarp um ríkisábyrgð fyrir láni frá hollenskum og breskum stjórnvöldum til tryggingasjóðs innstæðueigenda. Með þessu láni uppfyllir Ísland skuldbindingar sínar um að bæta eigendum Icesave-innstæðna í útibúum hins gjaldþrota Landsbanka í Hollandi og Bretlandi. Við væntum þess að forseti Íslands muni undirrita lögin þegar þar að kemur.
Þótt samþykkt Alþingis á Icesave-samningnum muni auka verulega á almenna skuldabyrði ríkissjóðs er hún mikilvægt skref í þá átt að hægt verði að greiða út allt að 2,3 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tvíhliða lánin frá Norðurlöndunum," segir Moritz Kraemer sérfræðingur hjá Standard og Poor´s. Þessir fjármunir munu styrkja lausafjárstöðu Íslands, sem er ennþá veik, með því að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans (nú u.þ.b. 2,5 milljarðar evra). Með því að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn eru sköpuð skilyrði til þess að mögulegt verði að losa um þau gjaldeyrishöft sem voru sett síðla í nóvember 2008.
Meðal annarra mikilvægra og jákvæðra tíðinda sem nefna má er að lokið hefur verið við endurskipulagningu gjaldþrota banka og samþykkt hefur verið aðhaldssamt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2010, sem er stutt metnaðarfullri aðhaldsáætlun næstu misserin í því skyni að koma halla ríkissjóðs sem nú nemur um 13% af vergri landsframleiðslu (áætlaður 2009) aftur í jafnvægi árið 2013. Þó að við teljum óvíst að þetta markmið náist gerum við ráð fyrir að áætlunin í ríkisfjármálum haldi heildarskuldum ríkissjóðs innan við 130% af vergri landsframleiðslu árið 2010, en eftir þann tíma álítum við að þær lækki smám saman. Ef staðið verður við hina aðhaldssömu áætlun í ríkisfjármálum árið 2010 og næstu ár þar á eftir verður hámark hreinna skulda ríkissjóðs að okkar mati áfram nálægt (visir,is)
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Afgreiðsla á Icesave málinu á stóran þátt í þessu.Vonandi mun forseti Íslands staðfesta lögin um ríkisábyrgðina.Búast má við öngþveiti í landinu,ef það yrði ekki gert.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.