Sunnudagur, 3. janúar 2010
Skrifar forsetinn undir?
Stóra spurningin nú er hvort forseti Íslands staðfestir lögin um ríkisábyrgð vegna Icesave. Forsetinn hefur tekið sér umþóttunartíma og það er eðlilegt.Alþingi hefur í annað sinn samþykkt lög um málið. Á meðan nýju lögin eru ekki staðfest gilda þau eldri.Mikið er nú rætt um nauðsyn þess að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um sem flest mál en viss mál geta ekki farið undir þjóðaratkvæði svo sem skattamál eða fjárhagsmálefni og milliríkjamál eins og Icesave.Ég hefi trú á því að forsetinn muni staðfesta Icesave þegar hann hefur kynnt sér málið. Það kemur sér vel í þessu máli,að forsetinn er fyrrverandi stjórnmálamaður. Hann getur þess vegna litið vítt á málið og athugað hvaða afleiðingar það hefur að staðfesta ekki lögin og hvaða afleiðingar að staðfesta þau.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil fresta þessu Icesave máli fram á vor til að byrja með. Þá verður gruggið farið að setjast, markaðir að róast og margt að skýrast.
Það hefur verið alltof mikill asi í þessu máli, samanber að Svarvar sagðist ekki hafa nennt þessu og viljað hespa málinu af. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla sér of skamman tíma til úrlausnar mikilvægra mála.
Sigurður Þórðarson, 4.1.2010 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.