Felst lausnin í aðild að ESB?

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ritstjóri og forsætisráðherra segir í grein í Fréttablaðinu í gær,að enda þótt eitthvað rofi til í efnahagsmálum á þessu ári  verði vextir og verðbólga  hér mikið hærri en í grannlöndum okkar. Til þess að skapa Íslendingum sambærileg lífskjör og gerast í grannlöndum okkar verðum við að taka upp evru og ganga í ESB.Við eigum umsókn um aðild að ESB og væntanlega hefjast viðræður á þessu ári. Viðræður verða langar og strangar og óvíst um niðurstöðuna eða úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslu.Við þurfum að leita eftir  því að fá hraðafgreiðslu á upptöku evru eða tengingu krónunnar við evru með aðstoð Seðlabanka Evrópu.Við getum ekki haldið krónunni til lengdar. Enda þótt svo virðist sem krónan gagnist útflutningsatvinnuvegunum  er það  einungis vegna þess að almenningur í landinu greiðir alltof hátt verð fyrir innfluttar vörur.Það gengur ekki lengi.Almenningur hér verður að  fá sama vöruverð og tíðkast í grannlöndum okkar og sömu lífskjör.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband