Hálf öld frá stofnun EFTA


Þess er minnst á morgun að þá er hálf öld liðin frá undirritun Stokkhólmssáttmálans, stofnsáttmála EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu. Íslendingar gengu í samtökin 10 árum síðar eða árið 1970.

Við erum nú ásamt Svisslendingum, Norðmönnum og Liechtensteinum einu aðilar þessara fimmtugu samtaka. Þetta svar Breta og sex annarra ríkja við Efnahagsbandalagi Evrópu, sem stofnað var þremur árum fyrr, varð að stökkpalli flestra þeirra inn í þennan forvera Evrópusambandsins, sem í upphafi var minna að félagatölu en EFTA.
Fimm ríki, sem upphaflega vildu ekki gangast undir pólitískar skuldbindingar Efnahagsbandalagsins, fylgdu Bretum þessa leiðina inn, í gegnum EFTA.

Eftir sitja auk Íslands, aðeins Noregur, Sviss og Liechtenstein.  Að Sviss undanskildu mynda þessi ríki nú með sér Evrópska Efnahagssvæðið eftir að veigamikill samningur náðist við Evrópusambandið fyrir 16 árum.

Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, fjallar um áhrif EFTA-aðildar á íslenskt efnahagslíf í væntanlegu afmælisriti samtakanna. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að ganga í samtök þar sem var fríverslun með iðnaðarvörur. Það hafi til langframa verið til góðs yfir íslenskt efnahagslíf og íslenska neytendur. Það sem íslenskum stjórnvöldum hafi síst tekist vel upp var að gera efnahagslífið fjölbreyttara.

Á ráðherrafundi EFTA í Genf í síðasta mánuði undirrituðu samtökin fríverslunarsamning við Serbíu og Albaníu. EFTA hefur á síðustu árum einkum gegnt því hlutverki að semja um fríverslun við fjölda annarra landa fyrir hönd meðlima sinna. Lokið er slíkum viðræðum við Perú og samningar standa nú yfir við Indland og Úkraínu. (ruv.is)

Stofnun EFTA var merkisatburður og aðild Íslands að EFTA 10 árum síðar markaði þáttaskil.Ég var þá starfsmaður viðskiptaráðuneytisins og fylgdist vel með  atburðinum.Aðild Íslands að EFTA var undanfari þess að Ísland gerðist aðili að EES,Evrópska efnahagsssvæðinu en það var mikið gæfuspor  fyrir Ísland að gerast þar aðili að.Í utanríkisráðuneytinu hafði ég mikil afskipti af málefnum EFTA,var formaður samninganefndar Íslands,sem gerði fríverslunarsamninga við öll Eystrasaltslöndin en EFTA yfirtók þá samninga síðar. Einnig  var ég í samninganefndum EFTA,sem gerðu fríverslunarsamninga og ég annaðist framkvæmd fríverslunarsamninga EFTA  af hálfu Íslands um langt skeið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband